miðvikudagur, 17. ágúst 2011

Henson eru bestir

Alma Ýr á stafabók sem er í miklu uppáhaldi og í henni eru dýramyndir sem óskað var eftir að yrðu á teppinu hennar. Það vafðist lengi fyrir mér hvernig ég ætti að fara að því. Það er auðvelt að applikera dýr eins og kanínu eða hest en hið sama gildir ekki um krókódíl eða ljón. Eftir ferðir á milli ljósritunarstofa var mér bent á Henson og þeir vildu allt fyrir mig gera og hér koma þessar flottu prentuðu myndir.


 Þetta kemur mjög vel út og auðvitað bleikur bakgrunnur af því að bleikt er uppáhaldsliturinn

Efnið sem prentað er á er örlítið teygjanlegt svo ég straujaði H 200 flísalín aftan á myndirnar

Og hér er svo búið að klippa myndirnar til, hver mynd mun mynda blokk sem verður 5 1/2"


Engin ummæli:

Skrifa ummæli