fimmtudagur, 31. janúar 2013

Útsaumur


Fann útsaumsmynd í skúffu þegar ég var að taka til, veit ekki alveg hvað verður úr henni.

sunnudagur, 20. janúar 2013

Crazy quilt

Crazy quilt hefur lengi heillað mig. Ég hef ekki fundið neina góða þýðingu á þessu fyrirfyrirbæri. Vissulega þýðir crazy brjálæði og það má kannsi segja að það sé hálfgert brjálæði að setja saman alla þessa litlu búta  og sitja svo við að sauma út í alla bútana.
Fyrsta teppið sem ég saumaði var saumað fyrir all mörgum árum og fékk bróðurdóttir mín Inga Lauga það teppi þegar dóttir hennar fæddist og hér er mynd af því.


miðvikudagur, 16. janúar 2013

Öðruvísi blóm


Í desemberlok setti ég inn mynd af topp sem ég var búin með. Ég fann í skúffu efni með furðulegum blómum og ég klippti þau út og applikeraði á bleikann grunn og nú er teppið tilbúið.

Framhliðin.


Bakhliðin

Hjartateppið tilbúið

Það var frekar fljótlegt að sauma þetta teppi, aðaltíminn fór í að gramsa í bútum og finna það sem mér fannst passa saman


Nokkur sýnihorn af hjörtum


Mér tókst að nýta myndaefni sem erfitt hefur reynst að nota
og hér er köttur að spila á fiðlu

Og hér er líka klippt út úr blómaefnum og meira að segja páfagaukur frá Ástralíu.Og hér kemur bakið - mér þykir alltaf jafn gaman að hann falleg bök.


laugardagur, 5. janúar 2013

Hjörtu eru alltaf falleg


Mér þykir betra að hafa fleira í takinu en eitt stykki, mér finnst ganga betur ef ég get skipt mér á milli verkefna. Þegar ég er búin að sitja mikið við saumavél er gott að standa upp og snúa sér að öðru, t.d. að sauma út eða nostra við að klippa út hjörtu, mjög róandi að sitja við svoleiðis dund.