sunnudagur, 4. nóvember 2012

Útaumur

Ekki fyrir svo löngu síðan keypti ég fallega útsaumsbók og á dögunum datt mér í hug að gaman væri að nota eitthvað af þessum myndum til að búa til barnateppi
 

Í skúffum mínum fann ég ljósa efnisbúta sem hentuðu verkinu vel
 

Teiknivinnan var ekki alltaf auðveld og notaði ég ýmsar aðferðir við að koma teikningu yfir á efni, stundum var hægt að draga bara í gegn ef efnið var þess eðlis, ef ekki þá dró ég myndina upp á smjörpappír og kalkeraði svo yfir á efnið
 
  
Saumagarnsboxið mitt er fullt af fallegum litum
 
 
  Og hér er búið að sauma út nokkrar krúttaralegar myndir - ég nota tvo þræði af útsaumsgarni en ef um eitthvað smátt er að ræða er ágætt að nota bara einn þráð