föstudagur, 14. júní 2013

Angry birds


Ég leitaði á netinu að fínum myndum af Angry birds
og hér er útkoman, mér tókst reyndar ekki að gera þennan bláa reiðann
 


sunnudagur, 2. júní 2013

Málað á fjörusteina

Og hér er Barbapapa fjölskyldan  tilbúin.
Reikna með að hún prýði garðinn minn í sumar.
 
 

mánudagur, 20. maí 2013

Steinamálun

Ætla að mála hluta af Barbapapa fjölskyldunni.
Spurning hvernig tekst til.

Hér er kominn pottur með litlum ferköntuðum flísum.
Ég setti niður hvítlauk, mér skilst að upp af lauknum eigi að koma hin fínasta planta.
Hvítlaukurinn heldur líka flugum í burtu.
Þessi fíni pottur mun hýsa laukinn.
 

laugardagur, 18. maí 2013

Mósaik


Langt er síðan ég hef sett nokkuð hér inn, sitthvað hefur þó verið gert, sumt af því kemur inn síðar.
Það sem ég er að ráðast í núna er mósaík, var svo heppin að mér voru gefnar nokkrar flísamottur.
Þessi blómapottur er upphafið af áhuga mínum á mósaik.
Flísarnar eru bollar og undirskálar sem voru búin að skila sínu hlutverki.
 

Það sem gerðist næst var að ég fór á námskeið hjá listakonunni Alice Olivia Clarke.
Þar gerði ég þennan aflanga hitaplatta.

Ég gerði mér ferð í fjöruna neðan við Garðakirkju og týndi nokkra steina.
Það þarf að gæta þess að þeir séu sem sléttastir og þunnir.
Ég límdi svo þessa fallegu fjörusteina á blómapott.
 
.

Og nú er ég búin að breyta saumaborðinu í mósaíkborð og hlakka til að fást við flísarnar.

 

mánudagur, 25. febrúar 2013

Það bætist við

Næst verður bætt ofan og neða við til að fá meiri lengdTveir rammar hafa nú bæst við.


Rétta efnið

Þrátt fyrir að allar skúffur séu fullar af efnum getur stundum reynst þrautin þyngri að finna rétta efnið til að allt passi nú saman.
Oft er búið að prófa mörg efnið áður en hið  rétta kemur í leitirnar.


Ég held að þetta sé að koma - ég ætla að prófa að gera teppi sem er bara rammar  sem eru misbreiðir,  þarna eru sem sagt komnir tveir rammar utan um myndina.

sunnudagur, 10. febrúar 2013

Verið að taka til í skúffum

Gaman að taka til í skúffum sem geyma efni, blokkir og sitthvað sem maður hafði gleymt að var til. Í einni skúffunni fann ég applikeraða blokk og hugsa nú, hvað get ég gert úr þessari skemmilegu blokk.


Ofurlítið gamaldags ekki satt.


mánudagur, 4. febrúar 2013

Fuglahús

Fuglahús hafa alltaf heillað, lítil, sæt og með mikla möguleika í litavali.


Litrík hús og falleg blóm og strá lífga enn frekar upp á.


Fuglahúsin komin neðan við fuglana og hreiðrið. Og svo er að fá hugmyndir um framhaldið.

fimmtudagur, 31. janúar 2013

Útsaumur


Fann útsaumsmynd í skúffu þegar ég var að taka til, veit ekki alveg hvað verður úr henni.

sunnudagur, 20. janúar 2013

Crazy quilt

Crazy quilt hefur lengi heillað mig. Ég hef ekki fundið neina góða þýðingu á þessu fyrirfyrirbæri. Vissulega þýðir crazy brjálæði og það má kannsi segja að það sé hálfgert brjálæði að setja saman alla þessa litlu búta  og sitja svo við að sauma út í alla bútana.
Fyrsta teppið sem ég saumaði var saumað fyrir all mörgum árum og fékk bróðurdóttir mín Inga Lauga það teppi þegar dóttir hennar fæddist og hér er mynd af því.


miðvikudagur, 16. janúar 2013

Öðruvísi blóm


Í desemberlok setti ég inn mynd af topp sem ég var búin með. Ég fann í skúffu efni með furðulegum blómum og ég klippti þau út og applikeraði á bleikann grunn og nú er teppið tilbúið.

Framhliðin.


Bakhliðin

Hjartateppið tilbúið

Það var frekar fljótlegt að sauma þetta teppi, aðaltíminn fór í að gramsa í bútum og finna það sem mér fannst passa saman


Nokkur sýnihorn af hjörtum


Mér tókst að nýta myndaefni sem erfitt hefur reynst að nota
og hér er köttur að spila á fiðlu

Og hér er líka klippt út úr blómaefnum og meira að segja páfagaukur frá Ástralíu.Og hér kemur bakið - mér þykir alltaf jafn gaman að hann falleg bök.


laugardagur, 5. janúar 2013

Hjörtu eru alltaf falleg


Mér þykir betra að hafa fleira í takinu en eitt stykki, mér finnst ganga betur ef ég get skipt mér á milli verkefna. Þegar ég er búin að sitja mikið við saumavél er gott að standa upp og snúa sér að öðru, t.d. að sauma út eða nostra við að klippa út hjörtu, mjög róandi að sitja við svoleiðis dund.