föstudagur, 30. desember 2011

Dúkkuteppi fyrir Ölmu Ýr


Þegar ég lét prenta myndir fyrir teppið hennar Ölmu Ýrar þá voru prentuð tvö eintök af hverrri mynd og ég ákvað strax að nota aukamyndirnar í teppi fyrir dúkkuna.

Teppi fyrir litla stúlku

Þetta teppi lá hálfklárað í hillu og þegar haustið kom var upplagt að dunda sér við að klára það.Svo sannarlega litríkar kisur.
                                   

Og meiri litagleði.


Teppið tilbúið.

Vesti, veski og armband

Prjónaði þetta í sumar

Veskið og armband

Vestið

Málað á steina

Ég fór í sumar í fjöruna neðan við Garðakirkju og týndi nokkra girnilega steina, náði mér í bækur á bókasafninu og tók til við tilraunir, ég nota akrýlliti og fer svo tvær umferðir yfir með glæru föndurlakki, þeir hafa staðið úti það sem af er vetrar og hafa ekki upplitast.

þessi stendur við útidyrnar og býður gesti velkomna

Þessi er artý ekki satt, frumlegir túlípanar

Og hér er Broddi sjálfur kominn, nokkuð athugull gætir hann útidyranna


Ætli þetta séu ekki bara sænsk baðhús.