mánudagur, 31. desember 2012

Lopapeysur

 
Og inn á milli búta eru prjónaðar lopapeysur - ég hafði ekki áður prjónað úr lopa þegar ég var beðin að taka þetta verkefni að mér svo þetta var ný reynsla fyrir mig.
Ég hafði mikla ánægju af þessu verkefni.
 

Sonur minn og tveir ömmustrákar, flottir ekki satt.
 


sunnudagur, 30. desember 2012

Eplagrænt og rautt

Búin að ramma inn með rauðu


föstudagur, 28. desember 2012

Eplagrænt

´
Epalgrænt hefur alltaf reynst mér vel, það passar svo ótrúlega vel með svo mörgu
 


miðvikudagur, 26. desember 2012

Stórmynstraða efnið verður sennilega að barnateppi

 
Klippti myndirnar út og appikeraði á ljósbleika ferninga, ekki allir jafn stórir, er ekki alveg viss með framhaldið en það leysist eins og alltaf
 
Ætli þetta verði ekki Retro teppi

mánudagur, 24. desember 2012

Týnt úr skúffum


Fann fallegan bút sem ég hef einhverntíman freistast til að kaupa, stórt mynstur gerir það að verkum að erfitt er að nota efnið í blokkir.
Sjáum nú til hvað verður úr þessu litaglaða efni.
 


sunnudagur, 23. desember 2012

Lopapeysa fyrir Nóa

Skellti mér í eina lopapeysu nú í desember. Uppskriftin heitir krummapeysa og er í stíl við hann Nóa sem fékk þessa peysu
og hér er nærmynd af mynstrinu
 

Og hér er er peysan tilbúin
 
 
 

sunnudagur, 4. nóvember 2012

Útaumur

Ekki fyrir svo löngu síðan keypti ég fallega útsaumsbók og á dögunum datt mér í hug að gaman væri að nota eitthvað af þessum myndum til að búa til barnateppi
 

Í skúffum mínum fann ég ljósa efnisbúta sem hentuðu verkinu vel
 

Teiknivinnan var ekki alltaf auðveld og notaði ég ýmsar aðferðir við að koma teikningu yfir á efni, stundum var hægt að draga bara í gegn ef efnið var þess eðlis, ef ekki þá dró ég myndina upp á smjörpappír og kalkeraði svo yfir á efnið
 
  
Saumagarnsboxið mitt er fullt af fallegum litum
 
 
  Og hér er búið að sauma út nokkrar krúttaralegar myndir - ég nota tvo þræði af útsaumsgarni en ef um eitthvað smátt er að ræða er ágætt að nota bara einn þráð
laugardagur, 6. október 2012

Triangle quilt - Það er komið haust

Ég hef ekki sett neitt á síðuna í allt sumar, það þýðir þó ekki að ég hafi alveg setið auðum höndum. Ég hef safnað myndum sem nú munu birtast smátt og smátt. Ég hef líka verið að grafa upp gamlar myndir af teppum sem ég var búin að gleyma að ég hefði saumað.

Í vor var ég að dunda við að vinna úr þríhyrningum sem falla til hjá mér og hér koma nokkra myndir


Búið að raða saman þríhyrningunum - ofurlítið abstrakt útlit ekki satt ?
 

 Þurfti að hugsa mikið og rekja mikið upp og út úr því kom þessi flotti kantur


          Toppurinn tilbúinn - ég tók til í skápum og fann lítið notað lak sem passar sem bakhlið

 


sunnudagur, 29. apríl 2012

Þríhyrningar eru skemmtileg form

Hjá mér falla stundum til afklippur í formi þríhyrninga - ég safna þeim saman og upphugsa svo eitthvað skemmtilegt til að gera úr þeim og ég var einmitt að byrja að vinna úr körfunni. Hef ekki hugmynd um hvernig þetta byrjar eða endar, veit þó að það stefnir í barnateppi. Ég set inn myndir eftir því sem verkinu vindur fram.


Ég skar þríhyrninga úr ljósu efni og saumaði við þá þríhyrninga sem voru í körfunni.
 
 
Og það er byrjað að raða saman og af því að þetta er bara í kollinum á saumakonunni getur þetta allt saman tekið breytingum.

föstudagur, 20. apríl 2012

Svart/hvít efni og sterkir litir til að tengja saman

Og hér er svo verkið fullkomnað, teppinu er lokað með þessum flotta sítrónugula lit, Bóthildur stakk teppið og gerði það glæsilega með svörtum tvinna.

    
Toppstykkið búið og hér er verið að máta það á rúmið mitt til að sjá hvernig það tekur sig út.


Fyrstu blokkirnar komnar - ætli megi ekki segja að þetta séu scrap blokkir.

Byrja ekki öll bútasaumsverk einhvernvegin svona, búið að finna til mynstur og efni, skera niður og þá er bara að hefjast handa


Hér má finna nánari upplýsingar um teppið

þriðjudagur, 13. mars 2012

Nigth and day


Fyrir margt löngu síðan aðstoðaði ég Maju systur við að sauma rúmteppi. Teppið óx víst upp fyrir okkur, varð eiginlega of þungt í vöfum fyrir okkur og það dagaði uppi í nokkur ár. Þá kom góð vinkona, hún Maja Gunn og bauð fram aðstoð sína sem auðvitað var vel þegin.


Hér má sjá okkur vinkonurnar niðursokknar í lokafráganginn.


Nafnið á teppinu er komið til af litasamsetningunni sem fer frá mjög ljósu yfir í mjög dökkt. Þessir ferningar sem ramma inn miðjuna eru ótrúlega töff.


 Og hér er þetta gullfallega og langþráða teppi komið á rúmið, loksins.

fimmtudagur, 1. mars 2012

Scrap teppi

Þetta teppi á sér nokkuð langa sögu. Ég byrjaði á því fyrir þremur árum og í ár gafst tækifæri til að leggja lokahönd á það. Hún Hófý frænka mín í Þorlákshöfn er tilvonandi eigandi að teppinu.
Teppið var stungið í Bóthildi.


Og hér eru svo nokkrar myndir af blokkunum. Þetta er scrap teppi og því eru engar tvær blokkir eins.
Minni blokkirnar eru allar eins og hafa tengingu við borderinn.


Barnateppi fyrir dreng sem brátt lítur dagsins ljós


Svona lítur það út fullgert


Og þetta er bakhliðin, það er hægt að nota teppið báðu megin

 

Þessa kanínu hef ég oft notað og hún sómir sér alltaf jafn vel


Blokkirnar eru settar saman úr 5 x 5 ferningum og sem eru 2 1/2"

sunnudagur, 15. janúar 2012

Lopapeysa fyrir Jakob

Ég fékk það skemmtilega verkefni að prjóna lopapeysu fyrir ömmudrenginn minn hann Jakob, ég hef prjónað í mörg ár en aldrei úr lopa svo þetta var ögrandi verkefni fyrir mig og nú sér fyrir endann á því.

Hér er búið að þvo peysuna og leggja á stykki.föstudagur, 13. janúar 2012

Lítil frænka fékk teppi

Lítil frænka fæddist í október, dóttir Otra og Örnu, litla stúlkan hlaut nafnið Ólöf.
Það er dásamlegt að fá tækifæri til að setja saman fallegt teppi fyrir lítið barn


Teppið tilbúið.
Þessar blokkir eru fljótlegar - þær eru 6 1/2" á kant
Myndirnar eru applikeraðar með þéttu zig zag spori.