þriðjudagur, 13. mars 2012

Nigth and day


Fyrir margt löngu síðan aðstoðaði ég Maju systur við að sauma rúmteppi. Teppið óx víst upp fyrir okkur, varð eiginlega of þungt í vöfum fyrir okkur og það dagaði uppi í nokkur ár. Þá kom góð vinkona, hún Maja Gunn og bauð fram aðstoð sína sem auðvitað var vel þegin.


Hér má sjá okkur vinkonurnar niðursokknar í lokafráganginn.


Nafnið á teppinu er komið til af litasamsetningunni sem fer frá mjög ljósu yfir í mjög dökkt. Þessir ferningar sem ramma inn miðjuna eru ótrúlega töff.


 Og hér er þetta gullfallega og langþráða teppi komið á rúmið, loksins.

fimmtudagur, 1. mars 2012

Scrap teppi

Þetta teppi á sér nokkuð langa sögu. Ég byrjaði á því fyrir þremur árum og í ár gafst tækifæri til að leggja lokahönd á það. Hún Hófý frænka mín í Þorlákshöfn er tilvonandi eigandi að teppinu.
Teppið var stungið í Bóthildi.


Og hér eru svo nokkrar myndir af blokkunum. Þetta er scrap teppi og því eru engar tvær blokkir eins.
Minni blokkirnar eru allar eins og hafa tengingu við borderinn.


Barnateppi fyrir dreng sem brátt lítur dagsins ljós


Svona lítur það út fullgert


Og þetta er bakhliðin, það er hægt að nota teppið báðu megin

 

Þessa kanínu hef ég oft notað og hún sómir sér alltaf jafn vel


Blokkirnar eru settar saman úr 5 x 5 ferningum og sem eru 2 1/2"