mánudagur, 31. desember 2012

Lopapeysur

 
Og inn á milli búta eru prjónaðar lopapeysur - ég hafði ekki áður prjónað úr lopa þegar ég var beðin að taka þetta verkefni að mér svo þetta var ný reynsla fyrir mig.
Ég hafði mikla ánægju af þessu verkefni.
 

Sonur minn og tveir ömmustrákar, flottir ekki satt.
 


sunnudagur, 30. desember 2012

Eplagrænt og rautt

Búin að ramma inn með rauðu


föstudagur, 28. desember 2012

Eplagrænt

´
Epalgrænt hefur alltaf reynst mér vel, það passar svo ótrúlega vel með svo mörgu
 


miðvikudagur, 26. desember 2012

Stórmynstraða efnið verður sennilega að barnateppi

 
Klippti myndirnar út og appikeraði á ljósbleika ferninga, ekki allir jafn stórir, er ekki alveg viss með framhaldið en það leysist eins og alltaf
 
Ætli þetta verði ekki Retro teppi

mánudagur, 24. desember 2012

Týnt úr skúffum


Fann fallegan bút sem ég hef einhverntíman freistast til að kaupa, stórt mynstur gerir það að verkum að erfitt er að nota efnið í blokkir.
Sjáum nú til hvað verður úr þessu litaglaða efni.
 


sunnudagur, 23. desember 2012

Lopapeysa fyrir Nóa

Skellti mér í eina lopapeysu nú í desember. Uppskriftin heitir krummapeysa og er í stíl við hann Nóa sem fékk þessa peysu
og hér er nærmynd af mynstrinu
 

Og hér er er peysan tilbúin