Langt er síðan ég hef sett nokkuð hér inn, sitthvað hefur þó verið gert, sumt af því kemur inn síðar.
Það sem ég er að ráðast í núna er mósaík, var svo heppin að mér voru gefnar nokkrar flísamottur.
Þessi blómapottur er upphafið af áhuga mínum á mósaik.
Flísarnar eru bollar og undirskálar sem voru búin að skila sínu hlutverki.
Það sem gerðist næst var að ég fór á námskeið hjá listakonunni Alice Olivia Clarke.
Þar gerði ég þennan aflanga hitaplatta.
Ég gerði mér ferð í fjöruna neðan við Garðakirkju og týndi nokkra steina.
Það þarf að gæta þess að þeir séu sem sléttastir og þunnir.
Ég límdi svo þessa fallegu fjörusteina á blómapott.
.
Og nú er ég búin að breyta saumaborðinu í mósaíkborð og hlakka til að fást við flísarnar.