Þegar ég lét prenta myndir fyrir teppið hennar Ölmu Ýrar þá voru prentuð tvö eintök af hverrri mynd og ég ákvað strax að nota aukamyndirnar í teppi fyrir dúkkuna.
föstudagur, 30. desember 2011
Teppi fyrir litla stúlku
Þetta teppi lá hálfklárað í hillu og þegar haustið kom var upplagt að dunda sér við að klára það.
Svo sannarlega litríkar kisur.
Og meiri litagleði.
Teppið tilbúið.
Málað á steina
Ég fór í sumar í fjöruna neðan við Garðakirkju og týndi nokkra girnilega steina, náði mér í bækur á bókasafninu og tók til við tilraunir, ég nota akrýlliti og fer svo tvær umferðir yfir með glæru föndurlakki, þeir hafa staðið úti það sem af er vetrar og hafa ekki upplitast.
þessi stendur við útidyrnar og býður gesti velkomna
Þessi er artý ekki satt, frumlegir túlípanar
Og hér er Broddi sjálfur kominn, nokkuð athugull gætir hann útidyranna
laugardagur, 15. október 2011
Vettlingar með góðu stroffi
Ég hef verið að læra að búa til skjöl sem hægt er að deila hér á blogginu, skjöl sem þó koma ekki fram á blogginu sjálfu heldur eru geymd á bak við þannig að þeir sem vilja geta sótt þessi skjöl, ég ætla þau fyrir uppskriftir. Nú hef ég loksins, eftir miklar tilraunir náð tökum á þessu.
Ég prjónaði væna vettlinga á Nóa minn eins og sjá má
Ég prjónaði væna vettlinga á Nóa minn eins og sjá má
Og uppskriftina finnur þú hér
Teppið tilbúið
Þá er teppið hennar Ölmu Ýrar tilbúið
og bakhliðin er líka flott, hægt að nota teppið báðu megin
Það er búið að senda það til Svíþjóðar og vakti það lukku og er alveg í réttu litunum.
föstudagur, 2. september 2011
mánudagur, 22. ágúst 2011
sunnudagur, 21. ágúst 2011
Hugmyndavinna
Þegar maður hefur ekki ákveðna samsetningu til að fara eftir er teppið stundum lengi að taka á sig endanlega mynd, hugmyndavinnan tekur sem sagt heilmikinn tíma.
Þegar ég var búin að sauma ljósa rammann utan um myndirnar fannst mér eitthvað vanta og bætti þess vegna sterkbleikum ramma við.
Hvernig á svo að raða upp þessum myndum og hvað á að koma á milli þeirra og til hliðar við þær.
Þarna fór ég í körfuna sem geymir ferninga sem eru 1 1/2" á kant og bætti svo grænum ramma við.
miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Henson eru bestir
Alma Ýr á stafabók sem er í miklu uppáhaldi og í henni eru dýramyndir sem óskað var eftir að yrðu á teppinu hennar. Það vafðist lengi fyrir mér hvernig ég ætti að fara að því. Það er auðvelt að applikera dýr eins og kanínu eða hest en hið sama gildir ekki um krókódíl eða ljón. Eftir ferðir á milli ljósritunarstofa var mér bent á Henson og þeir vildu allt fyrir mig gera og hér koma þessar flottu prentuðu myndir.
Þetta kemur mjög vel út og auðvitað bleikur bakgrunnur af því að bleikt er uppáhaldsliturinn
Efnið sem prentað er á er örlítið teygjanlegt svo ég straujaði H 200 flísalín aftan á myndirnar
Og hér er svo búið að klippa myndirnar til, hver mynd mun mynda blokk sem verður 5 1/2"
Þetta er hún Alma Ýr
Fallega sonardóttirin mín.
Hún Alma Ýr er sannarlega björt og skemmtileg stelpa.
Hún Alma Ýr er sannarlega björt og skemmtileg stelpa.
Hún hefur mikið gaman af dýrum og hér er mynd af henni á hestbaki
Og þess vegna verða dýramyndir á teppinu sem ég ætla að sauma fyrir hana.
Haustverkefnið mitt
Haustverkefnið mitt verður teppi handa Ölmu Ýr. Ég sauma sjaldnast eftir uppskrift og þess vegna tekur hugmyndavinnan stundum langan tíma en svo allt í einu smellur allt saman og hægt er að hefjast handa. Ég set allt inn jafnóðum eins og ég gerði þegar ég saumaði teppi fyrir Nóa.
Haustið nálgast
Ég hef ekki sett neitt hér inn í sumar, ég hef þó ekki verið iðjulaus og afraksturinn verður settur hér inn svona smátt og smátt. Á sumrin þykir mér best að vera með eitthvað á prjónum af því að það er hægt að sitja með þá í sólinni og svo sest maður við saumavélina þegar fer að dimma. Ég setti inn færslu í vor um prentun á efni úr venjulegum heimilisprentara, það reyndist því miður ekki þvottaekta en samkvæmt upplýsingum á netinu á að vera til sésrtakt blek til að gera þetta en ég hef ekki enn fundið það hér á landi en það ku vera til í Ameríku.
sunnudagur, 1. maí 2011
Heklað veski
Veski fyrir dóttur mína
Talan er eiginlega antik því hún er úr töluboxi langömmu dóttur minnar
sunnudagur, 24. apríl 2011
Skútur og sjávardýr
Ég hef alltaf margt í takinu í einu þegar handverkið er annars vegar og stundum safnast óhóflega mikið í hillur mínar og skúffur af hálfkláruðum verkefnum. Og svo tek ég mig til og legg lokahönd á þessi ókláruðu verkefni. Hér má sjá barnateppi fyrir lítinn dreng, þar sem skútur og sjávardýr setja svip á teppið.
Skip fyrir fullum seglum
Fagurgulir fiskar og háhyrningur
föstudagur, 22. apríl 2011
Teppi úr afklippum
Ég safna afskurði og sker niður í litla ferninga. Þegar nóg er komið í teppi fer ég að setja saman blokkir.
Þetta eru eins og hálfs tommu ferningar í öllum mögulegum litum og eins og sjá má þá er það bleiki ramminn sem grípur augað en ekki þessir mislitu ferningar
Og hér er svo teppið tilbúið
Og þetta er bakhliðin
Efni til bútasaums eru dýr og því gaman að geta nýtt þau eins og kostur er.
Það er líka gaman að nýta litla búta til að gera bakhliðina fallega.
Það er líka gaman að nýta litla búta til að gera bakhliðina fallega.
fimmtudagur, 21. apríl 2011
Bóthildur setur saman
Og hér kemur teppið hans Nóa fullklárað
Og hér er það komið á rúmið hans Nóa
Ég fór með teppið til Bóthildar í vikunni og hún þræðir það saman fyrir mig, reikna með að fá það til baka í byrjun maí og þá get ég byrjað að stinga.
sunnudagur, 10. apríl 2011
Tvöfalt notagildi
Þetta er bakhliðin og hún er svo flott að hægt verður að nota teppið þeim megin frá líka
Og þarna er búið að sauma kantana á
og setja dökkbláan ramma utan um herlegheitin
mánudagur, 4. apríl 2011
Sveppur rekur lestina
Algjör sveppur
Sól á bláum himni Rauðar doppur umkringdar blómum
Þetta minnir á störnur á næturhimni Appelsínugult og blátt er flott saman
Hér eru bílar á ferð Marglitar sápukúlur
Glaðleg blóm í gulum ramma Sé myndin stækkuð má sjá litla trúða
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)