föstudagur, 22. apríl 2011

Teppi úr afklippum

        Ég safna afskurði og sker niður í litla ferninga. Þegar nóg er komið í teppi fer ég að setja saman blokkir.



Það er auðvitað heilmikil handavinna að setja þessa litlu búta saman en vel þess virði auk þess sem hægt er að smygla með eldri efnum sem ekki myndu nýtast í annað.
Þetta eru eins og hálfs tommu ferningar í öllum mögulegum litum og eins og sjá má þá er það bleiki ramminn sem grípur augað en ekki þessir mislitu ferningar
Og hér er svo teppið tilbúið

Og þetta er bakhliðin
Efni til bútasaums eru dýr og því gaman að geta nýtt þau eins og kostur er.
Það er líka gaman að nýta litla búta til að gera bakhliðina fallega.

1 ummæli:

  1. Hæ Bogga mín, þetta er alveg ofsalega fallegt hjá þér og ég dáist að þolinmæði þinni við þessa litlu búta. Kv. Maja

    SvaraEyða