miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Haustið nálgast
Ég hef ekki sett neitt hér inn í sumar, ég hef þó ekki verið iðjulaus og afraksturinn verður settur hér inn svona smátt og smátt. Á sumrin þykir mér best að vera með eitthvað á prjónum af því að það er hægt að sitja með þá í sólinni og svo sest maður við saumavélina þegar fer að dimma. Ég setti inn færslu í vor um prentun á efni úr venjulegum heimilisprentara, það reyndist því miður ekki þvottaekta en samkvæmt upplýsingum á netinu á að vera til sésrtakt blek til að gera þetta en ég hef ekki enn fundið það hér á landi en það ku vera til í Ameríku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli