mánudagur, 22. ágúst 2011
sunnudagur, 21. ágúst 2011
Hugmyndavinna
Þegar maður hefur ekki ákveðna samsetningu til að fara eftir er teppið stundum lengi að taka á sig endanlega mynd, hugmyndavinnan tekur sem sagt heilmikinn tíma.
Þegar ég var búin að sauma ljósa rammann utan um myndirnar fannst mér eitthvað vanta og bætti þess vegna sterkbleikum ramma við.
Hvernig á svo að raða upp þessum myndum og hvað á að koma á milli þeirra og til hliðar við þær.
Þarna fór ég í körfuna sem geymir ferninga sem eru 1 1/2" á kant og bætti svo grænum ramma við.
miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Henson eru bestir
Alma Ýr á stafabók sem er í miklu uppáhaldi og í henni eru dýramyndir sem óskað var eftir að yrðu á teppinu hennar. Það vafðist lengi fyrir mér hvernig ég ætti að fara að því. Það er auðvelt að applikera dýr eins og kanínu eða hest en hið sama gildir ekki um krókódíl eða ljón. Eftir ferðir á milli ljósritunarstofa var mér bent á Henson og þeir vildu allt fyrir mig gera og hér koma þessar flottu prentuðu myndir.
Þetta kemur mjög vel út og auðvitað bleikur bakgrunnur af því að bleikt er uppáhaldsliturinn
Efnið sem prentað er á er örlítið teygjanlegt svo ég straujaði H 200 flísalín aftan á myndirnar
Og hér er svo búið að klippa myndirnar til, hver mynd mun mynda blokk sem verður 5 1/2"
Þetta er hún Alma Ýr
Fallega sonardóttirin mín.
Hún Alma Ýr er sannarlega björt og skemmtileg stelpa.
Hún Alma Ýr er sannarlega björt og skemmtileg stelpa.
Hún hefur mikið gaman af dýrum og hér er mynd af henni á hestbaki
Og þess vegna verða dýramyndir á teppinu sem ég ætla að sauma fyrir hana.
Haustverkefnið mitt
Haustverkefnið mitt verður teppi handa Ölmu Ýr. Ég sauma sjaldnast eftir uppskrift og þess vegna tekur hugmyndavinnan stundum langan tíma en svo allt í einu smellur allt saman og hægt er að hefjast handa. Ég set allt inn jafnóðum eins og ég gerði þegar ég saumaði teppi fyrir Nóa.
Haustið nálgast
Ég hef ekki sett neitt hér inn í sumar, ég hef þó ekki verið iðjulaus og afraksturinn verður settur hér inn svona smátt og smátt. Á sumrin þykir mér best að vera með eitthvað á prjónum af því að það er hægt að sitja með þá í sólinni og svo sest maður við saumavélina þegar fer að dimma. Ég setti inn færslu í vor um prentun á efni úr venjulegum heimilisprentara, það reyndist því miður ekki þvottaekta en samkvæmt upplýsingum á netinu á að vera til sésrtakt blek til að gera þetta en ég hef ekki enn fundið það hér á landi en það ku vera til í Ameríku.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)