þriðjudagur, 4. mars 2014

Gamalt

 Fann þenna topp á skúffubotni þegar ég var að gramsa.
 
 
Sýnist að þetta gæti orðið hið fallegasta barnateppi.
Hef þegar fundið efni í border og bak og
á netinu fann ég fugla til að applikera á bakið.


sunnudagur, 2. mars 2014

Prjónar og garn

Prjónarnir hafa verið í biðstöðu en nú er ég búin að finna gula garnið sem ég hef lengi leitað að.
Ég ætla að prjóna peysu úr bómullargarni og ætla að notast við lopapeysu uppskrift.
 
 
Munstrið verður dökkblátt og ljósblátt.
 
 

Barnateppi fyrir dreng

Kossar og knús og stjörnur sem vaka yfir barninu
 
 
Og svona lítur bakhliðin út