Þetta teppi á sér nokkuð langa sögu. Ég byrjaði á því fyrir þremur árum og í ár gafst tækifæri til að leggja lokahönd á það. Hún Hófý frænka mín í Þorlákshöfn er tilvonandi eigandi að teppinu.
Teppið var stungið í Bóthildi.
Og hér eru svo nokkrar myndir af blokkunum. Þetta er scrap teppi og því eru engar tvær blokkir eins.
Minni blokkirnar eru allar eins og hafa tengingu við borderinn.
Æðislegt teppi, hreinlegt og fallegt. Ljósa efnið leyfir stjörnunum að njóta sín til fulls. Hún verður heppin sem eignast teppið... góðir hlutir gerast hægt :)
SvaraEyða