Fyrir margt löngu síðan aðstoðaði ég Maju systur við að sauma rúmteppi. Teppið óx víst upp fyrir okkur, varð eiginlega of þungt í vöfum fyrir okkur og það dagaði uppi í nokkur ár. Þá kom góð vinkona, hún Maja Gunn og bauð fram aðstoð sína sem auðvitað var vel þegin.
Hér má sjá okkur vinkonurnar niðursokknar í lokafráganginn.
Nafnið á teppinu er komið til af litasamsetningunni sem fer frá mjög ljósu yfir í mjög dökkt. Þessir ferningar sem ramma inn miðjuna eru ótrúlega töff.
Og hér er þetta gullfallega og langþráða teppi komið á rúmið, loksins.