sunnudagur, 29. apríl 2012

Þríhyrningar eru skemmtileg form

Hjá mér falla stundum til afklippur í formi þríhyrninga - ég safna þeim saman og upphugsa svo eitthvað skemmtilegt til að gera úr þeim og ég var einmitt að byrja að vinna úr körfunni. Hef ekki hugmynd um hvernig þetta byrjar eða endar, veit þó að það stefnir í barnateppi. Ég set inn myndir eftir því sem verkinu vindur fram.


Ég skar þríhyrninga úr ljósu efni og saumaði við þá þríhyrninga sem voru í körfunni.
 
 
Og það er byrjað að raða saman og af því að þetta er bara í kollinum á saumakonunni getur þetta allt saman tekið breytingum.

2 ummæli:

  1. Flott blogg hjá þér og ekki er nú handavinnan síðri. :-)
    Kv. Linda

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir þetta Linda - kv. Aðalbjörg

    SvaraEyða