sunnudagur, 29. apríl 2012

Þríhyrningar eru skemmtileg form

Hjá mér falla stundum til afklippur í formi þríhyrninga - ég safna þeim saman og upphugsa svo eitthvað skemmtilegt til að gera úr þeim og ég var einmitt að byrja að vinna úr körfunni. Hef ekki hugmynd um hvernig þetta byrjar eða endar, veit þó að það stefnir í barnateppi. Ég set inn myndir eftir því sem verkinu vindur fram.


Ég skar þríhyrninga úr ljósu efni og saumaði við þá þríhyrninga sem voru í körfunni.
 
 
Og það er byrjað að raða saman og af því að þetta er bara í kollinum á saumakonunni getur þetta allt saman tekið breytingum.

föstudagur, 20. apríl 2012

Svart/hvít efni og sterkir litir til að tengja saman

Og hér er svo verkið fullkomnað, teppinu er lokað með þessum flotta sítrónugula lit, Bóthildur stakk teppið og gerði það glæsilega með svörtum tvinna.

    
Toppstykkið búið og hér er verið að máta það á rúmið mitt til að sjá hvernig það tekur sig út.


Fyrstu blokkirnar komnar - ætli megi ekki segja að þetta séu scrap blokkir.

Byrja ekki öll bútasaumsverk einhvernvegin svona, búið að finna til mynstur og efni, skera niður og þá er bara að hefjast handa


Hér má finna nánari upplýsingar um teppið