Ég hef alltaf margt í takinu í einu þegar handverkið er annars vegar og stundum safnast óhóflega mikið í hillur mínar og skúffur af hálfkláruðum verkefnum. Og svo tek ég mig til og legg lokahönd á þessi ókláruðu verkefni. Hér má sjá barnateppi fyrir lítinn dreng, þar sem skútur og sjávardýr setja svip á teppið.
Skip fyrir fullum seglum
Fagurgulir fiskar og háhyrningur