sunnudagur, 24. apríl 2011

Skútur og sjávardýr

Ég hef alltaf margt í takinu í einu þegar handverkið er annars vegar og stundum safnast óhóflega mikið í hillur mínar og skúffur af hálfkláruðum verkefnum. Og svo tek ég mig til og legg lokahönd á þessi ókláruðu verkefni. Hér má sjá barnateppi fyrir lítinn dreng, þar sem skútur og sjávardýr setja svip á teppið.
  
Skip fyrir fullum seglum

 Fagurgulir fiskar og háhyrningur

föstudagur, 22. apríl 2011

Teppi úr afklippum

        Ég safna afskurði og sker niður í litla ferninga. Þegar nóg er komið í teppi fer ég að setja saman blokkir.



Það er auðvitað heilmikil handavinna að setja þessa litlu búta saman en vel þess virði auk þess sem hægt er að smygla með eldri efnum sem ekki myndu nýtast í annað.
Þetta eru eins og hálfs tommu ferningar í öllum mögulegum litum og eins og sjá má þá er það bleiki ramminn sem grípur augað en ekki þessir mislitu ferningar
Og hér er svo teppið tilbúið

Og þetta er bakhliðin
Efni til bútasaums eru dýr og því gaman að geta nýtt þau eins og kostur er.
Það er líka gaman að nýta litla búta til að gera bakhliðina fallega.

fimmtudagur, 21. apríl 2011

Bóthildur setur saman

Og hér kemur teppið hans Nóa fullklárað


Og hér er það komið á rúmið hans Nóa



Ég fór með teppið til Bóthildar í vikunni og hún þræðir það saman fyrir mig, reikna með að fá það til baka í byrjun maí og þá get ég byrjað að stinga.

sunnudagur, 10. apríl 2011

Tvöfalt notagildi

Þetta er bakhliðin og hún er svo flott að hægt verður að nota teppið þeim megin frá líka

Og þarna er búið að sauma kantana á

                                                     Búið að sauma blokkirnar saman
                                          og setja dökkbláan ramma utan um herlegheitin

mánudagur, 4. apríl 2011

Allt að koma heim og saman

                                             Hér er svo búið að raða blokkunum saman

Sveppur rekur lestina

Algjör sveppur

              Sól á bláum himni                                  Rauðar doppur umkringdar blómum

   Þetta minnir á störnur á næturhimni                 Appelsínugult og blátt er flott saman


           Hér eru bílar á ferð                                                 Marglitar sápukúlur


        Glaðleg blóm í gulum ramma                        Sé myndin stækkuð má sjá litla trúða


sunnudagur, 3. apríl 2011

Brátt verða blokkirnar nógu margar


Sparilegur bangsi með rauða slaufu

             Lítil lömb að leik                                              Skjaldbökur og hérar á hlaupum


             Vetrarbrautin                                                                 Bláar stjörnur