Komið nýtt ár, þó ekkert hafi verið sett inn síðan í september þýðir það ekki að setið hafi verið auðum höndum, hef mest verið að gera eitthvað fyrir aðra vettlinga, sokka, húfur og fleira og um leið og það hefur verið afhent uppgötva ég að það gleymdist að taka mynd.
Núna er verið að gramsa í skúffum til að framleiða scrap barnateppi.
Á þessar mynd sést að tvö teppi eru í smíðum í einu.
Þetta varð til á síðasta ári, hver bútur er ein og hálf tomma
Applikeraður fíll.
Og þetta er bakhliðin.