miðvikudagur, 26. febrúar 2014

Hvernig teppi verður til

 
Flest teppin sem ég sauma eru langt frá því að vera fullmótuð í upphafi heldur verður til lítil hugmynd sem smátt og smátt vindur upp á sig. Ekki er alltaf búið að ákveða hvaða efni á að nota.
 
 
Þetta er skyssa af teppi eins og ég sé það í huga mér.
 
 
Þarna er verið að máta blokkir við blátt efni til að kanna hvort það passi til að tengja saman blokkirnar
 

Og hér er byrjað að setja saman blokkirnar. Ég ætlaði fyrst að hafa litlu ferningana sem tengja saman bláu lengjurnar ljósbláa en datt svo niður á þennan sítrónugula lit.
 


mánudagur, 24. febrúar 2014

Nýtt ár - árið 2014

Árið 2014
Hér hefur ekkert verið sett inn síðan í fyrrasumar, ekki vegna þess að ég hafi verið iðjulaus síðan þá heldur hef ég verið löt við að pósta en nú ætla ég að koma reiðu á vinnuna mín. Margt á döfinni, sumt hálfklárað, annað næstum því klárað, garn í peysu bíður prjónanna og svo þarf að stytta partýkjólinn.
 

                                   Það verður gaman að sjá hvað verður úr þessum litlu bútum
 
 
Þetta er byrjunin og svo er bara að sjá hverju fram vindur en ég fann þessa blokk á netinu og svo á eftir að koma í ljós hvað verður úr þessum blokkum