laugardagur, 6. október 2012

Triangle quilt - Það er komið haust

Ég hef ekki sett neitt á síðuna í allt sumar, það þýðir þó ekki að ég hafi alveg setið auðum höndum. Ég hef safnað myndum sem nú munu birtast smátt og smátt. Ég hef líka verið að grafa upp gamlar myndir af teppum sem ég var búin að gleyma að ég hefði saumað.

Í vor var ég að dunda við að vinna úr þríhyrningum sem falla til hjá mér og hér koma nokkra myndir


Búið að raða saman þríhyrningunum - ofurlítið abstrakt útlit ekki satt ?
 

 Þurfti að hugsa mikið og rekja mikið upp og út úr því kom þessi flotti kantur


          Toppurinn tilbúinn - ég tók til í skápum og fann lítið notað lak sem passar sem bakhlið