laugardagur, 15. október 2011

Vettlingar með góðu stroffi

Ég hef verið að læra að búa til skjöl sem hægt er að deila hér á blogginu, skjöl sem þó koma ekki fram á blogginu sjálfu heldur eru geymd á bak við þannig að þeir sem vilja geta sótt þessi skjöl, ég ætla þau fyrir uppskriftir. Nú hef ég loksins, eftir miklar tilraunir náð tökum á þessu.
Ég prjónaði væna vettlinga á Nóa minn eins og sjá má
Og uppskriftina finnur þú hér

Teppið tilbúið

Þá er teppið hennar Ölmu Ýrar tilbúið


og bakhliðin er líka flott, hægt að nota teppið báðu megin
Það er búið að senda það til Svíþjóðar og vakti það lukku og er alveg í réttu litunum.