miðvikudagur, 22. apríl 2015

Furðulega mynstruð efni

Þessi efni eru úr storkinum, ég hef átt þau í tvö eða þrjú ár og
aldrei vitað hvað ég ætti við þau að gera,
við hvað passa eiginlega svon mynstur
 
 
Svo fór ég í skúffugrams, fékk hugmynd og skrapp í Bútabæ, þar fékk ég
eplagrænt og sennilega verður fallegasta teppi úr þessum bútum
 
 
og þetta er útkoman
til hliðar sést í græna efnið
og ofan á því röndótt efni sem er af sömu gerð og mynstruðu efnin
ætla að nota það í binding


sunnudagur, 12. apríl 2015

Scrap

Það er verið að dunda sér í scrappinu
 


Hélt ekki að ég mundi nokkru sinni nota sumt af þessum efnum 
 
 
en ef til vill verður þetta bara hið fínasta teppi þegar upp verður staðið
og svo fylgja með tvær nærmyndir þar sem blúndan sést vel