mánudagur, 20. maí 2013

Steinamálun

Ætla að mála hluta af Barbapapa fjölskyldunni.
Spurning hvernig tekst til.

Hér er kominn pottur með litlum ferköntuðum flísum.
Ég setti niður hvítlauk, mér skilst að upp af lauknum eigi að koma hin fínasta planta.
Hvítlaukurinn heldur líka flugum í burtu.
Þessi fíni pottur mun hýsa laukinn.
 

laugardagur, 18. maí 2013

Mósaik


Langt er síðan ég hef sett nokkuð hér inn, sitthvað hefur þó verið gert, sumt af því kemur inn síðar.
Það sem ég er að ráðast í núna er mósaík, var svo heppin að mér voru gefnar nokkrar flísamottur.
Þessi blómapottur er upphafið af áhuga mínum á mósaik.
Flísarnar eru bollar og undirskálar sem voru búin að skila sínu hlutverki.
 

Það sem gerðist næst var að ég fór á námskeið hjá listakonunni Alice Olivia Clarke.
Þar gerði ég þennan aflanga hitaplatta.

Ég gerði mér ferð í fjöruna neðan við Garðakirkju og týndi nokkra steina.
Það þarf að gæta þess að þeir séu sem sléttastir og þunnir.
Ég límdi svo þessa fallegu fjörusteina á blómapott.
 
.

Og nú er ég búin að breyta saumaborðinu í mósaíkborð og hlakka til að fást við flísarnar.