miðvikudagur, 30. mars 2011

Fiskar, steinar og fleira

       Flottir steinar fyrir Nóa                                                         Glaðlegir fiskar

                                                 Rautt og meira rautt


                                             Blá og rauð blóm
   Eru þetta bláar sólir?


Þessi blokk er gömul og fannst inn í skáp, á henni má sjá fiðrildi og lítið lamb

Það bætast við blokkir

         Fótsporið hans Nóa                                                  Afmælisdagurinn hans Nóa

Kynjadýr frá Ástralíu, boddgöltur, krókódíll og api



Ofurlítið skrýtið gras en er ekki allt leyfilegt í ævintýrum

Allt er vænt sem er vel grænt

sunnudagur, 27. mars 2011

Páfagaukur og fleira skemmtilegt


Hann er litskrúðugur þessi páfagaukur. Ekki veit ég hvað hann heitir en kannski gefur Nói honum nafn.



Blóm gleðja                                               Stafarugl


Hjörtu, doppur og stjörnur og slöngur frá Ástralíu.

föstudagur, 25. mars 2011

Höndin hans Nóa


Amma teiknar upp höndina hans Nóa.


Og hér er höndin hans Nóa komin á bútinn.

Blokkirnar eru nú orðnar tíu


Doppótt, blátt og fjólublátt.


Og hér má sjá Hattarann úr ævintýrinu um Lísu í Undralandi.


fimmtudagur, 24. mars 2011

Örkin hans Nóa


Það er ekki hægt að heita Nói án þess að eiga Örk. Þessi Örk er sannarlega litrík og það má ímynda sér öll dýrin sem hún geymir.

Köttur og hundur


Er ekki bleikur kisi bara heillandi.


Og blár hundur er ekki síðri sýnist mér.

Fyrstu blokkirnar



Fyrstu blokkirnar eru sannarlega litaglaðar. Hver blokk er 6 1/2 ", miðjuferningurinn er 3 1/2 " og kantarnir utan með eru 2 ". Ég geri ráð fyrir að blokkirnar verði 40 og kantar saumaðir utan með þeim til að ná fullri stærð.

Nói sjálfur

Þetta er hann Nói. Hann er skemmtilega forvitinn um hinar ýmsu hliðar tilverunnar. Hann hefur gaman af að kíkja í bækur því þar er margt fróðlegt að finna t.d. dýr og gras og blóm en það er líka gaman að kíkja í moldina og skoða orma eða spá í fallega steina. Eins og sjá má á myndinni hægra megin er Nói líka hjálpsamur því þarna er hann að hjálpa ömmu sinni að vökva.

Efni í ýmsum litum


Hér er full karfa af litríkum efnum og þegar þeim er raðað upp eins og á myndinni fyrir neðan sjást þau betur. Það fylgir því tilhlökkun að fara höndum um þessi efni og sjá litla búta breytast í eitthvað sem enn er bara til í kollinum á saumakonunni.

Teppið hans Nóa

Fyrir nokkru síðan fór ég að velta fyrir mér hvernig rúmteppi mundi passa fyrir litla sonarsoninn minn hann Nóa. Hugmyndavinna að bútasaumsteppi getur stundum tekið nokkurn tíma og niðurstaðan úr þeirri vinnu er að teppið hans Nóa verður persónulegt. Litagleðin mun ráða ríkjum og ævintýrin verða ekki langt undan. Á blogginu verður hægt að fylgjast með því hvernig teppið verður til.